
Að ala upp barn er líklega eitt mest gefandi verkefni sem fólk tekur að sér en um leið mest krefjandi. Hver dagur er ævintýri með nýjum áskorunum og tækifærum til þess að móta mikilvægustu einstaklingana í lífinu okkar. Þessu stóra verkefni fylgir þó enginn kennslubæklingur og eina leiðin er oft að læra af reynslunni. Rannsóknir hafa þó sýnt að sum atriði í uppeldi barna leiði til betri árangurs og ýti undir vellíðan t.d. að setja börnum mörk á farsælan hátt, ýta undir tilfinningafærni og jákvæð endurgjöf.
Hér er um að ræða örnámskeið þar sem farið er yfir atriði sem gagnast öllum sem taka þátt í uppeldi barna, sérstaklega á aldrinum 2 til 10 ára. Námskeiðið hentar því bæði fyrir starfsfólk sem kemur að uppeldi barna og foreldrum. Allt efni námskeiðsins er byggt á aðferðum sem hafa verið raunprófaðar, þ.e. sem rannsóknir hafa sýnt fram á að séu áhrifaríkar.
Allir þátttakendur fá hefti með helstu atriðum námskeiðsins. Einnig er boðið upp á að skrá sig án kostnaðar í 20 mínútna persónulega ráðgjöf og/eða spurningatíma í gegnum fjarskiptabúnað viku eftir að námskeiði líkur.
Farið verður yfir sjö efnisliði:
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái verkfæri til þess að nýta sér í amstri dagsins sem stuðla að betri samskiptum, hegðun og líðan barnanna sem og uppalenda.
Höfundar og ráðgjafar námskeiðsins eru Erla Sif og Helga Maggý. Þær eru báðar klínískir atferlisfræðingar með reynslu af ráðgjöf sem og starfi innan skólakerfisins.
Við hvetjum þig til þess að athuga hvort námskeiðið sé styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi.
,,Námskeiðið var skýrt og hnitmiðað og fengum við hagnýt verkfæri sem við gátum strax farið að nota. Námskeiðið hjálpaði okkur einnig að sjá ákveðna hluti í uppeldinu í nýju ljósi. Það sem okkur fannst sérstaklega dýrmætt var 20 mín eftirfylgni þar sem við gátum tekið raunverulegt vandamál og fengið góða leiðsögn við að leysa það. Þetta er námskeið sem við mælum virkilega mikið með og hefur aðstoðað okkur mikið í þeim áskorunum sem barnauppeldi hefur upp á að bjóða”
Ingunn, Móðir
,,Ég tel námskeiðið eiga erindi bæði til foreldra og starfsfólks á leikskólum. Efnið var sett upp á skýran máta með góðu flæði milli flytjenda og vídeó sýnd inn á milli sem vöktu áhuga og athygli.”
Svava, Leikskólakennari
,,Mjög gott og lærdómsríkt námskeið. Stelpurnar hjálpuðu mér að fá betri og dýpri skilning á hegðun barna með skemmtilegu og vel skipulögðu námskeiði. Frábærir kennarar sem komu efninu vel frá sér með góðum sýnidæmum og myndböndum. Námskeiðið veitir mannir góð tól til að nýta í uppeldi barna.”
Eva Sól, Móðir
,,Mér fannst mjög gott hvað efnið var sett upp á myndrænan hátt og myndbönd sýnd. Það sem stóð mest upp úr var áherslan á að tengja afleiðingar við hegðun á viðeigandi hátt.”
Sigrún, Móðir