
Kynningar verð: 54.000 kr.
StaðnámskeiðÖll börn eru misjöfn og taka út þroska á mismunandi tíma og stigum. Mál- og tjáningaþroski er þar engin undantekning og eru margar mismunandi leiðir til að mæta börnum á því þroskastigi sem þau eru stödd. Rannsóknir hafa sýnt að óæskileg eða krefjandi hegðun sé leið barna til að tjá sig hafa þau ekki rétt tjáningartól og getur verið algengur fylgifiskur barna með þroskafrávik. Sýnt hefur verið fram á að náttúruleg kennsla sé áhrifarík leið til þess að bæta tjáningarfærni barna án þess að þurfa frekari inngrip. Á þessi aðferð við um bæði börn með og án greiningar.
Þessu námskeiði er skipt upp í 3 skipti, 1 klst í senn með viku millibili. Námskeiðið er staðnámskeið og er haldið í Grafarvogi.
Hér er um að ræða örnámskeið í náttúrulegri kennslu sem er leið til þess að kenna börnum ýmsa færni í hversdagslegum aðstæðum með því að lesa í þarfir barnanna og óskir og grípa náttúruleg tækifæri til þess að kenna börnunum að tjá sig. Hentar námskeiðið öllum þeim sem vinna með börnum, þá sérstaklega á aldrinum 2-7 ára og telst aðferðin þar af leiðandi sem snemmtæk íhlutun. Námskeiðið hentar því bæði fyrir starfsfólk sem vinna sem almennir starfsmenn í leik- og grunnskóla, sérkennslustjórum sem og starfsmönnum sérdeildar, eða þeim sem vinna sem sérstakir stuðningar barna með sérþarfir. Allt efni námskeiðsins er byggt á gagnreyndum aðferðum og er bakgrunnur þess úr hagnýtri atferlisgreiningu. Náttúruleg kennsla hefur verið notuð lengi með börnum með góðum árangri útfrá einstaklinsmiðuðum markmiðum.
Allir þátttakendur fá hefti með útprentuðum glærum frá námskeiðinu ásamt virknimatslista og markmiðaáætlun sem fyllt verður út með ráðgjafa. Einnig verður boðið uppá 2-3 eftirfylgni heimsóknir á staðinn vegna hvers barns með viku millibili að námskeiði loknu þar sem gefin verður eftirgjöf í takt við ráðgjöf af námskeiðinu (14.900 kr. 30 mín. heimsókn tvisvar sinnum).
Farið verður yfir eftirfarandi þætti:
Markmið námskeiðisins er að þátttakendur fái verkfæri til þess að nýta sér í hversdagslegum og náttúrulegum aðstæðum til að auka tjáningu og vellíðan barna sem og draga úr óæskilegri eða krefjandi hegðun.
Flytjandi og ráðgjafi námskeiðsins er Elva Lísa Sveinsdóttir, klínískur atferlisfræðingur.
Við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.
Við hvetjum þig til þess að athuga hvort námskeiðið sé styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi.
,,Mér fannst námskeiðið frábært, skýrt og flókin hugtök útskýrð á mannamáli. Námskeiðið var gagnlegt og finnst mér það eiga vel við starfsfólk sem vinna með börnum/fólki með sérþarfir. Það var mjög gott að sjá raunveruleg dæmi með sýnimyndböndum sem gerði þetta allt mjög sjónrænt.”
Nemi í hagnýtri atferlisgreiningu.
,,Mér fannst námskeiðið áhugavert og ég lærði mjög mikið af hlutum sem ég vissi ekki áður. Námskeiðið er klárlega gagnlegt og hjálplegt og ég mæli hiklaust með námskeiðinu og finnst mér það eiga best við leikskólastarfsmenn.”
Starfsmaður á leikskóla
,,Mér fannst námskeiðið mjög vel skipulagt og með gott flæði. Þetta námskeið kenndi mér mjög mikið og fannst mér hún hafa útskýrt allt mjög vel og passaði hún vel uppá að við skildum allt. Mér finnst námskeiðið eiga vel við foreldra og kennara (bæði í skóla og leikskóla). Þá fannst mér sýnimynböndin mjög hjálpleg því þau tengdu þetta allt við raunverulegar aðstæður.”
Móðir
,,Mér fannst námskeiðið fróðlegt og skemmtilegt og með góð dæmi. Það var mjög gagnlegt, mikið af aðferðum sem gott er fyrir kennara að kunna. Ég mæli hiklaust með námskeiðinu og finnst það eiga við alla sem koma að börnum. Allir geta lært af þessu námskeiði. Mér fannst sýnimyndböndin hjálpa við að sýna hvað þetta er mikilvægt. Það hjálpaði mér t.d. betur að sjá á myndbandi heldur en bara að hlusta (þar sem ég er með lesblindu).”
Móðir
,,Mér fannst þetta námskeið mjög fræðandi og áhugavert. Ég á sjálf mjög erfitt með að halda einbeitingu oft, en gat það auðveldlega á þessu námskeiði og hjálpuðu sýnimyndböndin þar. Ég mun klárlega nota þessar aðferðir á mín eigin börn í framtíðinni. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði þá sérstaklega fyrir alla starfsmenn sem vinna með börnum og foreldra.”
Móðir
,,Þetta námskeið var mjög lærdómsríkt og mæli ég hiklaust með því til allra sem vinna með börnum, allt niður í dagmömmur. Mér fannst uppsetning námskeiðsins vera mjög skemmtileg og hjálpuðu dæmin og sýnimyndböndin mér að setja allt í samhengi.”
Nemi í hagnýtri atferlisgreiningu