BF Atferlisráðgjöf er rekin af Beanfee ehf., kt. 510219-1120 (Hér eftir “Beanfee”), og veitir þjónustu í formi námskeiða og sérfræðiþjónustu. Þessir viðskiptaskilmálar gilda um alla þjónustu sem fyrirtækið veitir.
Beanfee áskilur sér rétt til að breyta tímasetningu eða hætta við bókanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á námskeið fyrirvaralaust. Í þeim tilfellum verður aðilum veitt full endurgreiðsla. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Bókuð og greidd námskeið fást ekki endurgreidd þegar minna en 5 virkir dagar eru í að fyrsti tími námskeiðsins er haldinn.
Bókaðir ráðgjafatímar sem ekki er mætt í og ekki er látið vita með eins dags fyrirvara greiða hálft tímagjald miðað við verðskrá að hverju sinni.
Beanfee heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Persónuverndarstefnu Beanfee er hægt að skoða hér: https://atferlisradgjof.is/privacy-policy/
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög.
Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.