Verkfæri til að bæta svefn barna

Mynd frá námskeiði

Lýsing

Það er óumdeildanlegt hvað góður svefn er mikilvægur fyrir heilsu okkar og vellíðan og mikilvægt að byrja að leggja grunn að heilbrigðum svefnvenjum sem allra fyrst. Þetta örnámskeið er ætlað foreldrum barna á leikskóla og yngstu árum grunnskóla sem vilja dýpka skilning sinn á mikilvægi svefns og hvernig best er að bregðast við svefnvanda barna. Á námskeiðinu er farið yfir helstu þætti sem hafa áhrif á svefn barna, algeng vandamál tengd svefni og hagnýtar leiðir til að bæta svefnvenjur fjölskyldunnar. Allt efni námskeiðsins er byggt á aðferðum sem hafa verið raunprófaðar, þ.e. sem rannsóknir hafa sýnt fram á að séu áhrifaríkar. Námskeiðið er fjarnámskeið og er 3 klst.

Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum fræðslu um hlutverk svefns í þroska og vellíðan barna, algenga svefnvanda hjá börnum, orsakir þeirra og einkenni. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að efla færni foreldra til að bregðast við svefnvanda af öryggi og með jákvæðum hætti með því að kenna þeim hagnýtar aðferðir til að bæta svefnvenjur og skapa heilbrigt svefnumhverfi.

Allir þátttakendur fá glærur námskeiðsins ásamt verkefnahefti. Einnig er boðið upp á að skrá sig án kostnaðar í 20 mínútna persónulega ráðgjöf og/eða spurningatíma í gegnum fjarskiptabúnað um viku eftir að námskeiði líkur.

Efni

Farið verður yfir eftirfarandi efnisliði:

  • 1. Einkenni, orsakir og afleiðingar svefnvanda
  • 2. Kjöraðstæður fyrir góðan svefn
    • i. Góð svefnrútína
    • ii. Aðstæður í svefnherberginu
    • iii. Góðar svefnvenjur
    • iiii. Krefjandi hegðun á háttatíma
  • 3. Aðferðir til að draga úr líkum á svefnrofi
    • i. Tímasettar heimsóknir
    • ii. Óskamiði
    • iii. Dregið úr aðstoð við að sofna og viðveru
  • 4. Aldursvarandi viðmið um svefn

Námskeiðið notast við fyrirlestra, umræður, raunveruleg dæmi og verklegar æfingar.

Ráðgjafi

Höfundur og ráðgjafi námskeiðsins er Rakel Rós Auðardóttir Snæbjörnsdóttir. Hún er klínískur atferlisfræðingur og þroskaþjálfi með reynslu af starfi með börnum með sérstaka áherslu á svefn og svefnvanda barna.

Innifalið

  • Verkefnahefti
  • Persónuleg ráðgjöf

Bóka og greiða

Dagsetningar

Verð: kr.

Við hvetjum þig til þess að athuga hvort námskeiðið sé styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi.

Umsagnir

,,Mér fannst námskeiðið frábært og get ég nýtt mér það sem nemi að hafa fengið að sjá hvernig svefnámskeið fara fram fyrir foreldra. Mér fannst þetta hæfilegur tími sem það tók að fara yfir efni námskeiðsins og sniðugt að hafa svona lítil verkefni inná milli til að brjóta upp.”

Nemi í hagnýtri atferlisgreiningu

,,Ótrúlega fínt námskeið! Margt sem ég þekkti úr starfi mínu sem sálfræðingur en lærði líka mikið nýtt. Efnið sett fram á skýran og aðgengilegan hátt og það sem mér fannst frábært var að það voru ólíkar aðferðir kynntar svo flestir ættu að geta tengt við eitthvað. Mun taka efnið til mín og gera breytingar. Mæli með!”

Móðir og sálfræðingur

,,Flott námskeið, vel upp sett og gagnlegar upplýsingar. Ég mun sennilega prófa óskamiðann á eldra barnið mitt en veit ekki alveg hvort hinar aðferðirnar henti yngra barninu. Sjáum til :) Takk fyrir mig!”

Móðir

,,Mjög flott námskeið og Rakel kom þessu vel frá sér. Mikið af góðum punktum þrátt fyrir að geta kannski ekki nýtt mér þá mikið þar sem ég reikna með að við þurfum meira einstaklingsmiðaða nálgun en klárlega eitthvað sem við getum nýtt okkur og líka gott að hafa þetta bakvið eyrað í framtíðinni.”

Móðir

,,Námskeiðið var frábært og virkilega fróðlegt. Efnið sem farið var yfir var mjög áhugavert og svaraði algjörlega þeim spurningum sem ég var með, ásamt því kynnti þetta fyrir mér mörg ný verkfæri sem ég hlakka til að nota. Mér fannst virkilega frábært að það væri vel farið yfir hvað hentar mismunandi aldurshópum of mismunandi börnum. Mér fannst þetta námskeið hjálpa mér mikið í að búa til skýran ramma og kynna mismunandi leiðir. Ég kunni virkilega að meta að þarna væru kynntar mildari og fleiri leiðir til þess að tækla svefnvandamál barna fyrir foreldra sem treysta sér ekki í “cry it out method”. Takk kærlega fyrir mig”

Móðir