
25.000 kr. á klst.
HeimaráðgjöfEruð þið óörugg varðandi hvernig best sé að taka bleiuna af barninu ykkar eða glímir barnið við hægðatregðu og önnur álíka vandamál?
Þegar kemur að klósettþjálfun geta vandamálin verið fjölbreytt og misjöfn eftir einstaklingum. Við bjóðum því upp á sérsniðna þjálfunarpakka sem taka mið af þörfum hvers barns og fjölskyldu fyrir sig. Í klósettþjálfuninni nýtum við gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri.
Sérfræðingur kemur heim til fjölskyldunnar og veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og kennslu í réttum aðferðum, svo ferlið gangi sem best og þægilegast fyrir sig. Markmiðið er einnig að efla sjálfsöryggi foreldra varðandi klósettþjálfunina.
Pakkinn inniheldur 4 klukkustundir af persónulegri heimaráðgjöf þar sem tekið er mið af stöðu barnsins og þörfum fjölskyldunnar.
Að ráðgjöf lokinni stendur foreldrum til boða að fá tvö símaviðtöl þeim að kostnaðarlausu, til að tryggja áframhaldandi stuðning og eftirfylgni.
Er barnið ykkar á aldrinum 6–15 ára og notar enn bleiu að staðaldri?
Þessi ráðgjafarpakki er sérsniðinn fyrir eldri börn sem enn eiga erfitt með klósettferðir.
Í ráðgjöfinni eru notaðar gagnreyndar aðferðir sem rannsóknir sýna að geti hjálpað barni að hætta alfarið á bleiu á
einungis 3–5 dögum. Með aðstoð sérfræðings fá foreldrar skýra leiðsögn um hvernig best sé að nálgast þetta ferli,
þannig að barnið öðlist aukið sjálfstæði, öryggi og færni í daglegu lífi.
Notar barnið ykkar eingöngu bleiu til að losa hægðir? Vandamál af þessu tagi eru yfirleitt mjög einstaklingsbundin og kalla á persónulega nálgun.
Foreldrar eru hvattir til að bóka ráðgjöf á vefsíðunni og í framhaldinu mun sérfræðingur hafa samband og vinna náið með
fjölskyldunni að því að finna bestu og árangursríkustu leiðina fyrir barnið.
Ef enginn af ofangreindum pökkum passar við aðstæður eða þarfir barnsins ykkar, þá er hægt að óska eftir sérsniðinni íhlutun.
Foreldrar eru hvattir til að bóka ráðgjöf og í kjölfarið mun sérfræðingur leggja fram tillögu að sérsniðinni
íhlutun ásamt kostnaðaráætlun.
Katrín Björnsdóttir sér um ráðgjöfina en hún er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Katrín sérhæfir sig í klósettþjálfun og veitir faglega ráðgjöf varðandi frumkvæði, næturvætu og hægðatregðu.
Við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.
Við hvetjum þig til þess að athuga hvort námskeiðið sé styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi.
,,Dóttir okkar sýndi mjög mikinn mótþróa gagnvart klósettinu og harðneitaði að nota það. Hún hélt frekar í sér sólarhringum saman. Við vorum búin að reyna allt og leikskólinn líka. Höfðum samband við Katrínu í örvæntingu nokkrum dögum áður en stúlkan byrjaði í grunnskóla og var enn að pissa í bleyju. Katrín var mjög fagleg og þægileg og náði strax góðu sambandi við dóttur okkar. Með þjálfunaraðferðum sínum tókst henni að leysa vandamálið á fjórum dögum og það hefur ekki orðið bakslag síðan.”
Móðir 6 ára stelpu
,,Skólaþjónusta Borgarbyggðar hefur nýtt sér þjónustu Katrínar Sveinu atferlisfræðings. Hún hefur meðal annars komið að málum barna sem hefur þurft að aðstoða vegna klósettþjálfunar. Slík þjálfun hefur gengið vel undir hennar leiðbeiningum og stjórn og góður árangur náðst.”
Margrét, Verkefnastjóri fjölskyldusviðs
,,Algjör fagmaður. Hjálpaði okkur ótrúlega mikið og á mínu heimili er talað um töfrakonuna.”
Matthías, Faðir
,,Fagmaður í sínu starfi, get heilshugar mælt með, topp þjónusta”
Sigríður, Kennari
,,Ég starfa sem sérkennslustjóri í leikskóla og hef haft ánægju af því að vinna með Katrínu við WC þjálfun barna. Þjálfunin hennar var markviss og greinilega byggð á djúpri þekkingu. Hún upplýsti bæði starfsfólk og foreldra vel um næstu skref og fylgdi barninu eftir með ráðleggingum ef afturför átti sér stað. Mesti ávinningurinn var án efa sigur barnanna sjálfra.”
Sérkennslustjóri