Kennarafærni

Mynd frá námskeiði

Lýsing

Öll börn eru misjöfn og taka út þroska á mismunandi tíma og stigum. Mál- og tjáningaþroski er þar engin undantekning og eru margar mismunandi leiðir til að mæta börnum á því þroskastigi sem þau eru stödd. Rannsóknir hafa sýnt að óæskileg eða krefjandi hegðun sé leið barna til að tjá sig, hafa þau ekki rétt tjáningartól, og getur verið algengur fylgifiskur barna með þroskafrávik. Sýnt hefur verið fram á að náttúruleg kennsla sé áhrifarík leið til þess að bæta tjáningarfærni barna án þess að þurfa frekari inngrip. Á þessi aðferð við um bæði börn með og án greiningar.

Hér er um að ræða örnámskeið í náttúrulegri kennslu sem er leið til þess að kenna börnum ýmsa færni í hversdagslegum aðstæðum með því að lesa í þarfir barnanna og óskir og grípa náttúruleg tækifæri til þess að kenna börnunum að tjá sig. Hentar námskeiðið öllum þeim sem vinna með börnum, þá sérstaklega á aldrinum 2-7 ára og telst aðferðin þar af leiðandi sem snemmtæk íhlutun. Námskeiðið hentar því bæði fyrir starfsfólk sem vinna sem almennir starfsmenn í leik- og grunnskóla, sérkennslustjórum sem og starfsmönnum sérdeildar, eða þeim sem vinna sem sérstakir stuðningar barna með sérþarfir. Allt efni námskeiðsins er byggt á gagnreyndum aðferðum og er bakgrunnur þess úr hagnýtri atferlisgreiningu. Náttúruleg kennsla hefur verið notuð lengi með börnum með góðum árangri útfrá einstaklinsmiðuðum markmiðum.

Allir þátttakendur fá hefti með útprentuðum glærum frá námskeiðinu ásamt virknimatslista og markmiðaáætlun sem fyllt verður út með ráðgjafa. Einnig verður boðið uppá 2-3 eftirfylgni heimsóknir á staðinn vegna hvers barns með viku millibili að námskeiði loknu þar sem gefin verður eftirgjöf í takt við ráðgjöf af námskeiðinu.

Efni

Farið verður yfir eftirfarandi þætti:

  • 1. Hvað er náttúruleg kennsla og afhverju að nota hana?
  • 2. Viðbrögð við hegðun
  • 3. Ólíkar ástæður að baki krefjandi hegðunar
  • 4. Hvernig náttúruleg kennsla virkar
  • 5. Samskipti kennd í stað óæskilegrar hegðunar
  • 6. Kröfuaðstæður og fyrirmæli
  • 7. Mótun og keðjun, hvað er það og hvernig notum við það með náttúrulegri kennslu?

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur fái verkfæri til þess að nýta sér í hversdagslegum og náttúrulegum aðstæðum til að auka tjáningu og vellíðan barna sem og draga úr óæskilegri eða krefjandi hegðun.

Ráðgjafi

Flytjandi og ráðgjafi námskeiðsins er Elva Lísa Sveinsdóttir, nemi í hagnýtri atferlisgreiningu á útskriftarönn við Háskólann í Reykjavík undir handleiðslu Helga S. Karlssonar, atferlisfræðings.

Innifalið

  • Kaffi
  • Gos
  • Snarl
  • Upplýsingahefti
  • Persónuleg ráðgjöf

Bóka og greiða

Dagsetningar

Verð: kr.

Við hvetjum þig til þess að athuga hvort námskeiðið sé styrkhæft hjá þínu stéttarfélagi.

Umsagnir

,,Ég tel námskeiðið eiga erindi bæði til foreldra og starfsfólks á leikskólum. Efnið var sett upp á skýran máta með góðu flæði milli flytjenda og vídeó sýnd inn á milli sem vöktu áhuga og athygli.”

Svava, leikskólakennari

,,Mjög gott og lærdómsríkt námskeið. Stelpurnar hjálpuðu mér að fá betri og dýpri skilning á hegðun barna með skemmtilegu og vel skipulögðu námskeiði. Frábærir kennarar sem komu efninu vel frá sér með góðum sýnidæmum og myndböndum. Námskeiðið veitir mannir góð tól til að nýta í uppeldi barna.”

Eva Sól, Móðir

,,Mér fannst mjög gott hvað efnið var sett upp á myndrænan hátt og myndbönd sýnd. Það sem stóð mest upp úr var áherslan á að tengja afleiðingar við hegðun á viðeigandi hátt.”

Sigrún, Móðir