Við erum sérfræðingar í hegðun

Hero Image Helgi
Hero Image Katrín
Hero Image Erla
Hero Image Helga

Klínískir atferlisfræðingar eru sérfræðingar í hegðun. Hvort sem þú leitar aðstoðar fyrir börn, unglinga eða fullorðna, hjálpum við þér að ná árangri.

Bóka námskeið

Hjá okkur starfa eingöngu vottaðir fagaðilar og nemar undir þeirra handleiðslu

Námskeið sem stuðla að jákvæðri hegðun

Á námskeiðum BF atferlisráðgjafar er farið djúpt í hvernig hægt er að stuðla að jákvæðri hegðun og draga úr óæskilegri hegðun í krefjandi aðstæðum. Gefin eru praktísk ráð sem hægt er að nýta strax að námskeiði loknu.

Klósettfærni

Heimaráðgjöf

Heimaráðgjöf fyrir börn og unglinga

Hér er um að ræða heimaráðgjöf þar sem farið er yfir helstu atriði sem tengjast klósettþjálfun barna á öllum aldri og við ólíkar aðstæður. Námskeiðið byggir á gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir hafa sýnt að skila árangri, ásamt hagnýtum ráðum fyrir aðstandendur.

Verð: Frá 25.000 kr.

Skoða nánar

Efni

  • Hagnýtar og reyndar aðferðir
  • Að hætta með bleiu
  • Góð ráð við andstöðu
  • Rétt viðbrögð við óhöppum
  • Takast á við óöryggi
  • Efla sjálfstraust fjölskyldu
  • Ókeypis símaviðtöl í eftirfylgni

Tjáningarfærni

Námskeið

Áhrifaríkar aðferðir á mál og tjáningu barna

Hér er um að ræða örnámskeið í náttúrulegri kennslu sem er leið til þess að kenna börnum ýmsa færni í hversdagslegum aðstæðum með því að lesa í þarfir barnanna og óskir og grípa náttúruleg tækifæri til þess að kenna börnunum að tjá sig.

Verð: 54.000 kr.

Skoða nánar

Efni

  • Hvað er náttúruleg kennsla
  • Viðbrögð við hegðun
  • Ólíkar ástæður að baki krefjandi hegðunar
  • Hvernig náttúruleg kennsla virkar
  • Samskipti í stað óæskilegrar hegðunar
  • Kröfuaðstæður og fyrirmæli
  • Mótun og keðjun

Uppeldisfærni

Námskeið

Áhrifaríkar aðferðir í uppeldi

Hér er um að ræða örnámskeið þar sem farið er yfir atriði sem gagnast öllum sem taka þátt í uppeldi barna, sérstaklega á aldrinum 2 til 10 ára. Allt efni námskeiðsins er byggt á aðferðum sem hafa verið raunprófaðar, þ.e. sem rannsóknir hafa sýnt fram á að séu áhrifaríkar.

Verð: 19.900 kr.

Skoða nánar

Efni

  • Reglur og væntingar
  • Jákvæð endurgjöf
  • Skýr fyrirmæli og stýrt val
  • Að setja mörk
  • Rökréttar afleiðingar
  • Endurspeglun tilfinninga
  • Jafnvægi uppeldis og vinnu

Heimaráðgjöf

Klósettfærni

Námskeið

Tjáningarfærni

Námskeið

Uppeldisfærni

Það sem fólk sagði

Klósettfærni

Skólaþjónusta Borgarbyggðar hefur nýtt sér þjónustu Katrínar. Hún hefur t.d. komið að málum barna sem hefur þurft að aðstoða vegna klósettþjálfunar. Slík þjálfun hefur gengið vel og góður árangur náðst.

Margrét,

Verkefnastjóri fjölskyldusviðs

Klósettfærni

Algjör fagmaður. Hjálpaði okkur ótrúlega mikið og á mínu heimili er talað um töfrakonuna.

Matthías,

Faðir

Klósettfærni

Fagmaður í sínu starfi, get heilshugar mælt með, topp þjónusta.

Sigríður,

Kennari

Uppeldisfærni

Mér fannst mjög gott hvað efnið var sett upp á myndrænan hátt og myndbönd sýnd. Það sem stóð mest upp úr var áherslan á að tengja afleiðingar við hegðun á viðeigandi hátt.

Sigrún,

Móðir

Uppeldisfærni

Ég tel námskeiðið eiga erindi bæði til foreldra og starfsfólks á leikskólum. Efnið var sett upp á skýran máta með góðu flæði milli flytjenda og vídeó sýnd inn á milli sem vöktu áhuga og athygli.

Svava,

Leikskólakennari

Hagnýt atferlisgreining

Greining hegðunar

Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun og samspil hennar við umhverfið. Grunnlögmál hegðunar eru nýtt á markvissan hátt til að hafa jákvæð áhrif á nám og hegðun og ná betri árangri í fjölbreyttum verkefnum lífsins. Hún nýtist öllum til árangurs, óháð kyni og aldri.

ár+

Síðan hagnýt atferlisgreining kom á sjónarsviðið

~ %

Minni hegðunarvandi barna eftir atferlisfræðilegt inngrip

+

Útgefnar og ritrýndar vísindagreinar tengdar hagnýtri atferlisgreiningu

Ráðgjafar

Kynnstu teyminu

Við erum hópur sérfræðinga og nema í hagnýtri atferlisgreiningu með fjölbreyttan bakgrunn og áralanga starfsreynslu í málefnum barna og unglinga.

Helgi S. Karlsson

Helgi S. Karlsson

Framkvæmdastjóri & atferlisfræðingur

Helgi S. Karlsson er framkvæmdastjóri og meðstofnandi í BF Atferlisráðgjöf. Hann er klínískur atferlisfræðingur, klínískur sálfræðingur og kennari. Síðan 2010 hefur Helgi unnið með börnum og fyrir þau í grunn- og framhaldsskólakerfum landsins. Hann hóf feril sinn í Sæmundarskóla í Grafarholti, en færði sig síðar yfir til Hafnarfjarðar, þar sem hann hefur sinnt mörgum hlutverkum.

Atferlisfræðingur

Sálfræðingur

Kennari

ART þjálfi

Katrín

Katrín

Atferlisfræðingur

Katrín er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Ásamt störfum hjá BF Atferlisráðgjöf rekur hún fyrirtækið Hegðunarlausnir. Hún hjálpar börnum að draga úr erfiðri hegðun með því að styrkja æskilega hegðun og bæta líðan þeirra. Katrín sérhæfir sig einnig í klósettþjálfun og veitir faglega ráðgjöf varðandi frumkvæði, næturvætu og hægðatregðu.

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

Erla Sif Sveinsdóttir

Erla Sif Sveinsdóttir

Atferlisfræðingur

Erla Sif er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Þar að auki er hún einnig með meistaragráðu í uppeldis og menntunarfræðum. Hún hefur starfað bæði í leik- og grunnskólum og starfar nú í grunnskóla sem atferlisfræðingur. Þá hefur hún einnig kennt PEERS námskeið um nokkurt skeið. Erla er fjögurra barna móðir barna á aldrinum 2 til 9 ára. 

Atferlisfræðingur

Uppeldis og menntunarfræðingur

PEERS kennari

BS í sálfræði

Helga Maggý

Helga Maggý

Atferlisfræðingur

Helga Maggý er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Hún starfar í dag á geðsviði Landspítala en hefur þar að auki starfað bæði í leik- og grunnskólum. Helga Maggý er einnig ART þjálfi og hefur því reynslu af kennslu barna í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund. Hún á tvo drengi á aldrinum 5 og 8 ára.

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

ART þjálfi

Helga Magnea Gunnlaugsdóttir

Helga Magnea Gunnlaugsdóttir

Atferlisfræðingur

Helga Magnea er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Hún starfar við hegðunarráðgjöf hjá fjölskyldu og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar þar sem hún veitir hegðunarráðgjöf til grunnskóla, leikskóla og heimila auk þess að sjá um innleiðingu Beanfee. 

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

Silja Dís Guðjónsdóttir

Silja Dís Guðjónsdóttir

Atferlisfræðingur

Silja Dís er klínískur atferlisfræðingur á Menntasviði Kópavogsbæjar. Hún veitir ráðgjöf til starfsfólks skóla og foreldra um hegðun og úrræði fyrir nemendur. Einnig stuðlar hún að jákvæðum breytingum í skólastarfi með sérhæfðri aðstoð og þjálfun, þar sem markmiðið er að bæta hegðun, líðan og námsárangur barna í skólum, ásamt því að sjá um innleiðingu Beanfee hjá bænum.

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

Svandís Hjartardóttir

Svandís Hjartardóttir

Atferlisfræðingur

Svandís er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Hún starfar sem atferlisfræðingur í almennum grunnskóla í Hafnarfirði þar sem hún er með yfirumsjón með skólafærniveri þar sem markmiðið er að kenna hegðun, auka tíðni æskilegrar hegðunar, minnka tíðni óæskilegrar hegðunar og aðlaga nemendur aftur út í almennan bekk. Þar er hún einnig að veita ráðgjöf innan skólans og sjá um innleiðingu Beanfee.

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

Elva Lísa Sveinsdóttir

Elva Lísa Sveinsdóttir

Atferlisfræðingur

Elva Lísa er klínískur atferlisfræðingur með grunnpróf í sálfræði. Hún hefur starfað í grunnskóla, á geðdeild og með börnum með sérþarfir. Þá hefur Elva lagt áherslu á tjáningu barna, bæði án og með sérþarfir í náminu sínu með Náttúrulegri kennslu, ásamt almennri ráðgjöf. Elva er verðandi tveggja barna móðir á 28. aldursári.

Atferlisfræðingur

BS í sálfræði

Við notum

Meðal þeirra úrræða sem eru okkur innan handar er einstakt hvatakerfi, þróað í samstarfi við Háskóla Íslands og aðra sérfræðinga.

Skoða nánar
Hanna Tara Pálmadóttir

Hanna Tara Pálmadóttir

Meistaranemi

Hanna Tara er meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands og mun útskrifast vorið 2025 sem atferlisfræðingur. Hanna Tara kláraði BS gráðu í Sálfræði vorið 2023 og hefur unnið fjölbreytt starf með börnum með ýmsar áskoranir. Seinustu 4 árin hefur hún unnið í Klettabæ í búsetuúrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættar þarfir. Þar áður vann hún í félagsmiðstöðinni Öskju í Klettaskóla.

BS í sálfræði

Meistaranemi

Erum við að leita að þér?

Ef þú ert atferlisfræðingur og hefur áhuga á að taka þátt í að gera og/eða halda námskeið, sendu okkur þá skilaboð!

Hafa samband
Lilja Kristinsdóttir

Lilja Kristinsdóttir

Meistaranemi

Lilja er meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands og mun útskrifast vorið 2025 sem atferlisfræðingur. Hún útskrifaðist með BS-gráðu í sálfræði vorið 2023. Hún er í starfsnámi undir handleiðslu Helga S. Karlssonar þessa önnina. Lilja hefur unnið fjölbreytt störf með bæði börnum og fullorðnum. Hún hefur verið í starfsnámi í Klettaskóla og Urriðaholtsskóla og hefur síðastliðin þrjú ár unnið á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk samhliða námi.

BS í sálfræði

Meistaranemi

Júdit Sophusdóttir

Júdit Sophusdóttir

Meistaranemi

Júdit er annað árs meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands, en hún lauk BS prófi í sálfræði haustið 2020. Júdit hefur hefur reynslu af störfum innan grunnskólakerfisins, sem og af umönnun barna og fullorðinna með sértækan vanda. Þá hefur hún einnig í starfnámi sínu ráðlagt foreldrum og starfsmönnum skóla vegna krefjandi hegðunar nemenda. Júdit stefnir á útskrift haustið 2025.

BS í sálfræði

Meistaranemi

Atferliskastið

Hlaðvarp sem fjallar um daginn og veginn út frá linsu atferlisgreiningar.

Hlustaðu á:

Júdit og Tara